Barnafoss
Reykholt í Borgarfirði
Barnafoss í Hvítá í Borgarfirði, er sérkennilegt náttúruvætti sem liggur í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa, gegnt bænum Gilsbakka. Svæðið hefur verið friðlýst sem náttúruvætti frá 1987.
Fossinn dregur nafn sitt af tveimur börnum sem áttu, endur fyrir löngu, að hafa fallið í ána af steinboga sem lá yfir hana. Er móðir barnanna varð þess áskynja lét hún höggva steinbogann og mælti svo um að yfir fossinn skyldi enginn maður komast lífs af um aldur og ævi.
Til eru heimildir fyrir því að Barnafoss hafi áður verið nefndur Bjarnafoss og fyrsta brúin yfir fossinn var byggð árið 1891.
Við Barnafoss eru bílastæði, upplýsingaskilti og merktar gönguleiðir ásamt veitingasölu og salernum.