Síldarmannagötur
Síldarmannagötur er gömul þjóðleið sem er á verndarsvæði í byggð hjá Skorradalshreppi, sem liður í því að halda til haga alfaraleiðum fyrri tíma. Hægt er að byrja göngu við Vatnshorn inn í Skorradal en einnig við vörðu inn í Hvalfirði.
Síldarmannagötur, sem liggur á milli Skorradals og Hvalfjarðar, er vinsæl útivistarleið sem breiður markhópur nýtur.
Vörður og stikur eru á milli upphafs/enda leiðar. Fara þarf yfir Blákeggsá tvisvar sinnum á leiðinni og er undirlag gönguleiðar mismunandi, allt frá smá grjóti að moldar undirlagi. Sjálfboðaliðar hafa verið dugleg við að viðhalda
merkingum á leiðinni til að aðstoða göngufólk á leiðinni og er útsýni yfir Skorradal, Hvalfjörð, Botnsúlur og jökla á leiðinni stórkostlegt. Síldarmannagötur eru og verða ein vinsælasta útivistarleið á Vesturlandi og er
mikilvægt að viðhalda henni og útdeila upplýsingum um hana.
Svæði: Hvalfjörður/Skorradalshreppur
Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur(nr.47) og vegur nr.508 inn í Skorradal.
Erfiðleikastig: Krefjandi/erfið krefjandi leið.
Vegalengd: 15.56km.
Hækkun: 500 metra hækkun.
Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.
Tímalengd: 4klst.
Yfirborð leiðar: Smá grjót, moldarundirlag, þúfur, mýrar, gras undirlag og stór grjót.
Hindranir á leið: Bláskeggsá en fara þarf yfir hana tvisvar á gönguleið.
Þjónusta á leið: Engin þjónusta.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.
GPS hnit upphaf: N64°28.4501 W021°19.1845 Vatnshorn inn í Skorradal
GPS hnit endir: N64°23.2899 W021°21.5792 Inni í Hvalfirði