Skip to content

Skarðaborg

Skarðaborg er nýbýli byggt út úr landi Skarða í Reykjahverfi árið 1949. Eigendur og ábúendur  voru þá Þórarinn R Jónsson frá Valþjófsstað í Fljótsdal og Sigurveig Kristjánsdóttir frá Klambraseli í Aðaldal og eignuðust þau 5 börn. Núverandi eigendur og ábúendur eru Sigurður Á Þórarinsson og Helga Helgadóttir og synir þeirra.

Skörð er landsnámsjörð og þar bjó m.a. Ófeigur Járngerðarson sem þar er heygður í Ófeigshóli. 1792 bjó í Skörðum Gísli Arngrímsson og bjó Gíslaættin í Skörðum í 63 ár. Árið 1865 kom að Skörðum Árni Jónsson frá Mýlaugsstöðum.

Árið 1887 til 1926 búa Jón Ágúst Árnason fæddur í Skörðum og Ragnheiður Þuríður Sigurðardóttir fædd að Syðri Neslöndum. Einnig bjuggu á sama tíma Sigurður Sigurðarson og Sigrún María Sigurðardóttir.

Frá 1926 til 1982 bjuggu í Skörðum Jón Þórarinsson frá Valþjófsstað og Sólveig Unnur Jónsdóttir.

Í dag er Skörð dvalarstaður ættingja þeirra hjóna Jóns og Sólveigar.

What is available