Fara í efni

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

Fyrsta kirkja í Vestmanneyjum var byggð skömmu fyrir árið 1000 af sendimönnum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, þeim Hjalta Skeggjasyni og Gissuri hvíta, á leið þeirra á Alþingi til að kristna Íslendinga. Á 1000 ára afmæli kristnitökunnar ákváðu Norðmenn að gefa Vestmannaeyingum eftirmynd Stafkirkjunnar og afhenti Noregskonungur hana við hátíðlega athöfn 30. júlí 2000. Stafkirkjan er á einstaklega fallegu svæði sem heitir Skansinn og er það frábært til útvistar á sögulegum slóðum.

Opnunartími:
1. maí - 30. september: Alla daga kl. 10:00-17:00.

Hvað er í boði